
09. July 2020 • 2 minutes read
Einhverjir hafa átt í erfiðleikum með það að sækja og/eða nota ferðagjöfina og því ætlum við að birta hér leiðbeiningar um hvernig þú sækir þína ferðagjöf.
1. Slóð og upphaf
Farðu inná https://ferdagjof.island.is/ og smelltu þar á bláa hnappinn: "Sækja Ferðagjöf".

2. Innskráning á Island.is
Næst þarft þú að skrá þig inn á Island.is. Þú getur gert það annað hvort með rafrænum skilríkjum eða með Íslykli. Ef þú ert ekki með rafræn skilríki eða íslykil þá getur þú smellt á: "Mig vantar íslykil". Þá munt þú fá sendan íslykil inní heimabankann þinn undir Rafræn Skjöl.
Þegar innskráningu er lokið er búið að skrá Ferðagjöfina á þitt GSM símanúmer.
3. Sækja App eða nota á Island.is
Þú getur valið að nýta ferðagjöfina þína í gegnum Ferðagjöf appið á Play Store eða App Store, eða að einfaldlega nota kóðann frá Island.is. ATH. hver kóði sem þú birtir, hvort sem er í appi eða á Island.is gildir eingöngu í 15 mínútur. Eftir þann tíma þarft þú að fara útúr kóðanum og aftur inn í hann til þess að fá nýjan.
Til að nota kóðann frá Island.is án þess að sækja app smellir þú á Bláa "Nota gjöf" hnappinn. Þar færðu upp strikamerki sem verslanir geta skannað og undir því er talnaruna sem að þú getur slegið inn í vefverslanir sem að taka við Ferðagjöfinni.
Til að nota kóðann frá Island.is án þess að sækja app smellir þú á Bláa "Nota gjöf" hnappinn. Þar færðu upp strikamerki sem verslanir geta skannað og undir því er talnaruna sem að þú getur slegið inn í vefverslanir sem að taka við Ferðagjöfinni.
Til þess að nýta gjöfina í appi smellir þú á "Get it on Google Play" eða "Available on the App store" til þess að birta ferðagjöfina þína.
4. Notkun í Appi
Opnaðu Ferðagjöf appið og Skráðu inn símanúmerið þitt. Sama símanúmer og þú notaðir í rafrænum skilríkjum.

Þá færðu þú sendan staðfestingarkóða sem að þú þarf að slá inn á næsta skjá. Þegar þú hefur lokið við það ertu beðin/nn um að velja þér 4 tölu pin númer. þú þarft að stimpla þetta pin númer inn tvisvar. Í framhaldinu þarftu eingöngu að nota þetta pin númer til þess að komast inn í appið.

Þá ættir þú að sjá gjöfina eða gjafirnar þínar á þessum skjá í appinu. Smelltu á pakkann til þess að opna hann.

Þegar þú opnar pakkan munt þú fyrst sjá vídeó kveðju. Þegar henni er lokið ættir þú að sjá þennan skjá, smelltu á nota gjöf.

Þegar þú smellir á nota gjöf færð þú upp strikamerki til þess að nota í greiðsluferlinu á komdumed.tourdesk.is.

5. Nota Ferðagjöf á Komdu með
Skelltu þér inná https://komdumed.tourdesk.is en þar finnur þú eitt mesta úrval af dagsferðum sem völ er á innan Íslands. Mikið magn af ferðum er á lækkuðu verði til þess að komast til móts við íslenska ferðamenn.
Þegar að þú hefur valið þær ferðir sem að þig langar til þess að fara í þá velur þú að fara í "Checkout". Í greiðsluferlinu er liður sem að heitir Giftcard (Ferðagjöf). Þar getur þú slegið inn kóðann sem að birtist þér í appinu eða inná Island.is.
Ef að Ferðagjöfin dugir ekki að fullu fyrir verðmæti ferðarinnar getur þú greitt eftirstöfðvarnar með korti.